Kaupferlið

Áhugasamir hafa samband við sölufulltrúa Trausta fasteignasölu sem aðstoðar í leit að drauma eigninni í Portúgal. Fyrir kaupanda er þetta aukið öryggi og aukin þjónustu. Það er líka alltaf gott að hafa aðila á Íslandi sem hægt er að hafa samband við ef eitthvað bjátar á í kaup- og afhendingarferlinu. Ef að kaupum verður þá erum við alltaf til staðar ef upp koma einhver vandamál eða annað sem þarfnast úrlausnar. Lykilatriði :

  • Kennitala

    Sótt er um portugalska kennitölu (NIE númer), 150 evrur.

  • Bankareikningur

    Stofna þarf bankareikning í Portúgölskum banka.

  • Lán

    Sótt er um lán þurfi þess. Almennt er farið fram á 30-40% eigið fé. Vextir eru óverðtryggðir og almennt mjög lágir. Lántökugjald 0,5-1%.

  • Kostnaður kaupanda

    Almennt um 13-14% af heildarkostnaði og er greiddur við sölu.

  • Virðisaukaskattur

    Greiddur er 10% söluskattur af uppgefnu verði.

  • Þinglýsingargjöld

    Greidd eru um 3% þinglýsingargjöld

  • Rafmagns- og vatnssamningur

    Í kringum 300 til 500 evrur.

  • Skráningargjöld

    Vegna kaupa 1,5%. Vegna láns 1,5%

  • Skoðunarferðir til Algarve

    Að fjárfesta í draumaeigninni í Portúgal er stór ákvörðun og því nauðsynlegt að vanda sig og velja vel með aðstoð sérfræðinga á svæðinu sem þekkja vel til aðstæðna og hafa það eitt að markmiði að gæta hagsmuna viðkomandi.

    • 7 daga ferð

      Viðskiptavinum stendur til boða að fara í sjö daga sérsniðna skoðunarferð til Algarve í suðurhluta Portúgal. Tilgangurinn með skoðunarferðunum er að sýna viðskiptavininum þær eignir sem falla að óskum og þörfum hans og þá á þeim svæðum eða hverfum sem viðskiptavinurinn heillast að. Okkar markmið er að bjóða upp á faglega aðstoð við að finna réttu eignina fyrir þig og á réttu verði.

      Í skoðunarferðunum býðst viðskiptavinum einnig að fá ráðgjöf hjá lögfræðingi varðandi skattamál, kaupferlið o.fl.

    • Hafir þú áhuga á slíkri skoðunarferð má hafa samband við Peter eiganda og rekstraraðili SkandiaMäklarna Portugal. Peter hefur stjórnar yfir 200 skoðunarferðum erlendra aðila til Portugal í kauphugleiðingum. Peter talar mjög góða ensku.
      [email protected]
      Sími: +46 70 873 86 00 / +351 919 486 900
      https://www.skandiamaklarna.se/utland/personal/2833

Skattamál & fróðleikur

Tugir Íslendinga hafa á und­an­förnum árum flutt lögheimili sitt til Portúgal og tekið þar út lífeyrissparnað og séreignarlífeyrissparnað, að miklu leyti skattfrjálst, á grundvelli tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Portúgals.

Viðkomandi tilkynnir breytt lögheimili til lífeyrissjóðs og skattsins á Íslandi, og strax frá þeim tíma tikkar 10% skattur í Portúgal af lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá TR. Ekki er borgaður skattur á Íslandi ef þú býrð 6 mánuði eða lengur í Portúgal. Skatturinn helst óbreyttur fyrir þá sem eru komnir inn í kerfið, þó svo að reglum verði breytt í millitíðinni (td skattur hækkaður af stjórnvöldum í Portúgal. alla vega eru þeir sem voru með 0% skatt fyrir breytingu enn með það óbreytt í 10 ár frá skráningu inn í landið).

  • Lögheimili

    Til þess að geta flutt lögheimili til Portúgal þarft þú fyrst að kaupa eða leigja íbúð.

  • Skattfríðindi

    Portúgal býður tímabundið þessi skattakjör í 10 ár. Að þeim tíma liðnum er greiddur tekjuskattur að fullu. Eftirlaun, leigutekjur af húsnæði og arður eru ekki skattlögð ef viðkomandi hefur flutt lögheimili sitt til Portúgals.

  • Sjúkraþjónusta

    Þegar lögheimili hefur verið skráð í Portúgal er gefið út svokallað S1 vottorð frá Sjúkratryggingum Íslands sem gildir á Íslandi og í Portúgal. Einnig tíðkast að taka viðbótartryggingu ef þú ferðast er út fyrir Portúgal, kostar 50 evrur á mánuði.

  • Sjúkratryggingar

    Ellilífeyrisþegar falla beint inn í sjúkratryggingakerfið hér heima þegar þeir flytja heim. Enginn biðtími.

Tvísköttunarsamningurinn við Portúgal takmarkaði að fullu rétt Íslands til skattlagningar á lífeyri úr sameign eða séreign einkarekinna sjóða. Hið sama ætti við um eingreiðslur á séreign úr opinberum sjóðum sem og bótum almannatrygginga. Ísland væri hins vegar ekki takmarkað þegar kæmi að jöfnum greiðslum á sameign eða séreign úr opinberum sjóðum.

Skattafríðindin gilda því ekki fyrir þá sem fá greitt úr LSR og öðrum opinberum sjóðum, s.s. sveitarfélagssjóðum.

  • Fasteignasalar Trausta

    Við leggjum öll sem eitt metnað í þjónustu okkar, frá upphafi til enda.

Guðbjörg

Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir

Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.

Viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands. Löggildur leigumiðlari 2004, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali árið 2006. Guðbjörg hefur átt og rekið fasteignasölu og leigumiðlun með hléum frá árinu 2003.

Hafa samband

899-5949

Sólveig

Sólveig Regína Biard

Löggiltur fasteigna- og skipasali.

Útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1999. Lauk námi af skrifstofu- og tölvubraut í Nýja tölvu – og viðskiptaskólanum 2007. Starfaði á fasteignasölu frá árinu 2006 til ársins 2011.

Hafa samband

869-4879

Inga

Inga Reynisdóttir

Löggiltur fasteignasali.

Inga er alin upp í verslun frá unga aldri og hefur stjórnað bæði litlum og stórum alþjóða verslunum. Hún hefur sérhæft sig í sölu síðustu áratugina og þykir mikill reynslubolti í faginu. Inga lærði vöru- og markaðsfræði frá Háskóla í Arizona og er löggiltur fasteignasali.

Hafa samband

820-1903

Halldór

Halldór Frímannsson

Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.

Með víðtæka starfsreynslu úr opinbera- og einkageiranum, lögfræðingur frá Háskóla Íslands með málflutningsréttindi. Halldór er lausnamiðaður og úrræðagóður og ávallt reiðubúinn að veita viðskiptavinum Trausta fasteignasölu eins góða þjónustu og kostur er.

Hafa samband

660-5312

Kristján

Kristján Baldursson

Lögfræðingur, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Löggiltur leigumiðlari 2009.

Kristján útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2004. Kristján hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2007. Kristján annast verðmat, leigu, sölu fasteigna auk þess sem hann hefur margoft verið skipaður dómkvaddur matsmaður í málum er tengjast fasteignum. Kristján er reynslumikill í lögmennsku í málum á sviði fasteignaréttar.

Hafa samband

867-3040